Greiðslur

Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu kortakerfisins BORGUN. Upplýsingar um greiðanda eru framsendar á BORGUN og engar upplýsingar um kortanúmer vistaðar á þessum orlofsvef.

Eftir að greiðslu er lokið sendir kerfið sjálfvirkt kvittun ásamt viðkomandi gögnum á netfang greiðanda, til útprentunar.

Við bókun leiguhúsnæðis, pöntun söluvöru og með greiðslu fyrir hið leigða/keypta samþykkir kaupandi/leigutaki reglur og skilmála félagsins.

Ef ekki tekst að ljúka greiðslu með greiðslukorti geymir kerfið pöntunina í 15 mínútur. Að þeim tíma liðnum fellur hún sjálfkrafa út úr kerfinu.

Ef vandamál koma upp við bókun leiguhúsnæðis/pöntun söluvöru eða greiðslu skal hafa samband við skrifstofu Starfsmannafélags Kópavogs.

Óheimilt er að framleigja leigusamninga.

Óheimilt er að nota hið leigða í sóttkví, smitgát, einangrun o.s.frv.

Leigugreiðsla er ekki endurgreidd.

Viðtakandi greiðslu er Starfsmannafélag Kópavogs, kennitala: 4512752249


Ábyrgðarskilmálar leigutaka

Leigutaki ber ábyrgð á hinu leigða og öllum búnaði þess meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verða kann af hans völdum, eða þeirra sem þar dvelja á leigutíma samkvæmt almennum reglum skaðabóta- og leiguréttar. Reikningur vegna skemmda er sendur með 15 daga gjaldfresti og er sendur í lögfræðiinnheimtu með tilheyrandi kostnaði að greiðslufresti loknum.

Leigutaki skuldbindur sig til að skila hinu leigða hreinu og í samræmi við aðrar reglur hússins. Sé frágangur og skil á hinu leigða við brottför ábótavant eða ófullnægjandi að mati umsjónarmanns, verður þrifið og innheimt 25.000 krónur þrifagjald og lokað verður fyrir orlofsaðgang leigutaka næstu 6 mánuði. Alltaf er farið yfir húsin eftir hverja dvöl. Ef leigutaki greiðir ekki gjaldið þá verður aðgangi leigutaka lokað til viðbótar í 6 mánuði, þá samtals 12. mánuði.

Ef leigutaki glatar lykli þá greiðir hann fyrir nýjan lykil, 1.500 krónur.

Bilanir í leiguhúsnæði og viðhald

Leigutaki skal láta umsjónarmann/skrifstofu vita af bilun og skemmdum í búnaði og munum hins leigða. Bilanir eru óviðráðanlegar og ófyrirsjáanlegar og verður brugðist við þeim næsta virkan dag ef ekki er hægt að leysa málin í gegnum síma.

Leigutaki skal hleypa viðgerðar- og viðhaldsaðila á vegum félagsins inn í hið leigða svo hægt sé að sinna viðgerðum og viðhaldi. Ekki er veittur afsláttur af leiguverði vegna bilana eða viðgerða/viðhalds á leigutíma.

Frekari upplýsingar um skilmála og reglur er að finna á orlofsvef félagsins.


Leigutími og úthlutunartímabil

Lágmarks leigutími er alltaf 2 dagar í senn, laugardagur er EKKI skiptidagur.

Úthlutunartímabil: Upplýsingar á orlofssíðu.


Endurgreiðsla

Leiguverð er ekki endurgreitt nema tímabilið leigist út til annars félagsmanns.

Áskilin er réttur til að taka 2.000 krónur í breytingagjald.

Endurgreiðslur eru með sama greiðslumáta og notaður var við bókun.


Miðakaup/örusala

Á hverju almanaksári má hver félagsmaður kaupa:

7 stk. Gjafabréf í flugávísun Icelandair

Ótakmarkað Hótelmiða/ferðaávísun

1 stk. útilegukort

1 stk. veiðikort

Útilegu- og veiðikort ásamt bæklingi eru send með póstinum til skráðs heimilisfangs félagsmanns á orlofsvef félagsins. Upplýsingar um skráningar má finna undir "síðan mín" á orlofsvefnum. Einnig er hægt að hafa beint samband við skrifstofur þeirra og óska eftir að fá að sækja keypt kort. Frekari upplýsingar um söluaðila er að finna á heimasíðu félagsins - Sími Veiðikorta er 517 4515 - Sími Útilegukorta 552 4040

Skilmála og leiðbeiningar um notkun gjafabréfa Icelandair má finna á heimasíðu þeirra

Skilmála og leiðbeiningar um notkun gjafabréfa Icelandair má finna á heimasíðu þeirra

Frekari upplýsingar um skilmála og reglur er að finna á orlofsvef félagsins.


Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.


Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Sameyki á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.