Vegna þessa er mikilvægt að félagsmenn sæki um á umsóknartimabili þá orlofskosti og tímasetningar sem henta örugglega.
Félagsmenn sem afþakka þann orlofskost sem sótt var um og fékkst úthlutað detta við það út úr úthlutunarferlinu og næsta í röðinni verður boðinn sá orlofskostur.
Félagsmenn geta því ekki hafnað úthlutuðum orlofskosti og valið sér annan í staðinn.
Ef eitthvað óvænt verður til þess að félagsmaður geti ekki nýtt sér úthlutun þarf hann að hafa samband við skrifstofu strax.
Þegar úthlutun er lokið og greiðslufrestur er liðinn verða þeir orlofskostir sem eftir standa boðnir þeim sem næstir eru í úthlutunarröðinni.
Að því loknu er opnað fyrir orlofsvefinn og allir orlofskostir sem ekki leigðust út boðnir virkum félagsmönnum undir reglunni "fyrstur kemur fyrstur fær". Þar geta félagsmenn bókað lausa orlofskosti beint án úthlutunarferlis.
Það athugast að allar greiðslur vegna orlofskosta fara i gegnum orlofskerfið og örugga greiðslugátt Saltpay/Borgunar. Ekki er tekið á móti millifærslum inn á bankareikning félagsins.