Það skiptir ekki máli hvenær umsókn er send inn á auglýstu umsóknartímabili þegar orlofskostir fara í úthlutun og ráðast af punktastöðu.
Sá sem sækir um á fyrsta degi umsóknartimabils á því ekki meiri möguleika á að hljóta úthlutun en sá sem sækir um á síðasta degi úthlutunartímabils.
Úthlutað er eftir punktastöðu félagsmanns. Því er það sá félagsmaður sem er með flesta punkta sem fær úthlutað þeim orlofskosti sem sótt var um, þegar orlofskerfið er búið að fara yfir allar umsóknir sem bárust á umsóknartimabilinu.