Húsið er 108,6 fm glæsilegt hús upp í Hlíðarfjalli.

virtual tour link

Það saman stendur af forstofa, rúmu alrými, borðstofu, stofu og eldhús ásamt pottarými.

Í því eru þrjú svefnherbergi. Eitt hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi og tvö herbergi með kojum, hámarks þyngd í koju er 70 kg. 

8 sængur og koddar eru í húsinu. Hafa verður með rúmfatnað. Gistimöguleiki er því fyrir allt að 6, þ.e. fyrir utan barnaferðarúm.

Í eldhúsi er ísskápur, eldavél, bakarofn og uppþvottarvél.

Eitt baðherbergi er í húsinu með sturtu, einnig er þvottahúsi.

Heitur pottur er innan dyra með útgengi á pall.

Í húsinu er upphituð geymsla, kjörin fyrir skíði eða annan viðlegubúnað.

Í Hvassalandi eru leyfð gæludýr.