Eiðar stendur við Eiðavatn og er 54 fm.
Eiðar nr.17
Húsið er 54 fm og stendur við Eiðavatn. Það samanstendur af stofu og eldhúsi í einu rými og tveimur svefnherbergjum báðum með tvíbreiðum rúmum. Svefnsófi er í stofunni og geta tveir gist í honum. Rúmstæði eru 6 með svefnsófa þ.e. fyrir utan barnaferðarúm. 8 sængur og koddar eru í húsinu. Hafa verður með rúmfatnað, diskaþurrkur og tuskur.
Í eldhúsi er eldavél með bakaraofni, örbylgjuofn, ísskápur og uppþvottavél.
Ath. engin þvottavél á staðnum.
Í húsinu er eitt baðherbergi með sturtu. Stór og rúmgóð verönd ásamt útigeymslu, heitur pottur, sólhúsgögnum og gasgrill. Mjög fallegt útsýni er af veröndinni yfir Eiðavatn. Húsinu fylgir báturinn Kópur ásamt bátaskýli til afnota fyrir dvalargesti og er þeim heimilt að veiða í Eiðavatni. Björgunarvesti eru í bátaskýlinu.