Einilundur 10b á Akureyri er rúmgóð íbúð í raðhúsalengju.

virtual tour link


Það samanstendur af anndyri, stofu og eldhúsi. Í því er tvö svefnherbergi, hjónaherbergi og eitt herbergi með einbreiðu rúmi. Í stofunni eru tveir svefnsófar sem fjórir geta sofið í. Gistimöguleika er því fyrir 7, þ.e. fyrir utan barnaferðarúm. Sængur og koddar fyrir átta manns eru í húsinu en hafa verður með rúmfatnað.

Í eldhúsi er ísskápur, eldavél, bakarofn, örbylgjuofn og uppþvottavél. Þvottahús ásamt þvottavél er á staðnum.

Eitt baðherbergi er í húsinu með baðkar ásamt sturtu.

A.T.H. VEGNA FRAMKVÆMDA Í BAKGARÐI Í EINILUNDI ER EKKI HÆGT AÐ NOTA GARÐINN. BEÐIST ER VELVIRÐINGAR Á ÞEIM ÓÞÆGINDUM SEM ÞETTA KANN AÐ VALDA. Hægt er að nota grillið framan við húsið. (Góð verönd til suður ásamt gasgrilli er til staðar.)

Gestir þurfa að taka með sér baðhandklæði, borðtuskur, salernispappír, ruslapoka, viskustykki og tuskur til þrifa. Það sem er til staðar eru áhöld og efni til þrifa.

Einnig þurfa gestir að hafa með sér allan rúmfatnað og nota hann í öllum tilfellum. Þetta gildir um öll hús á vegum Starfsmannafélags Kópavogs.