Leita

Tímabil:
 
 
Stćrđ:
Vinsćlar eignir Fleiri eignir >>
 • Orlof ađ eigin vali

 • Félagsfólk Starfsmannafélags Kópavogs (SfK) stendur til boða að sækja um rafrænt „Orlof að eigin vali“ í gegnum orlofsvef félagsins.  120 styrkir verða veittir með þessum hætti fyrir sumarið 2024. Hver upphæð er allt að 25.000 kr. og verður styrksloforð úthlutað með sama hætti og um vikudvöl í sumarhúsi væri að ræða og er frádráttur 20 punktar. Við úthlutun verður tekið tillit til punktastöðu félagsmanns. Styrkir eru veittir þeim sem ekki hafa fengið sumarhús á sumarorlofstímabilinu í ár. Styrksloforð/greiðsla fer fram eftir að orlofskostur hefur verið nýttur gegn framvísun löggilds reiknings með nafni og kennitölu umsóknaraðila. Hægt að sækja um rafrænt inná Orlofsvef SfK. https://orlof.is/stkop/index.php Umsóknartímabil hefst: 18. apríl. Umsóknartímabili lýkur:  2. maí. Úthlutun fer fram: 7. maí. Tímabil notkunannar er 1. maí – 31. október 2024. Skilafrestur reikninga er til 30. nóvember og skal hann sendast á netfang félagsins sfk@stkop.is   Sótt er um styrkinn á orlofssíðu SfK undir „Laus tímabil“ eða „Umsókn um úthlutun“. Þegar „Orlof að eigin vali“ er valið merkist allt tímabilið. Að því loknu er umsóknin send inn eins og venjulega. Greiðslukvittanir gilda fyrir gistingu eða leigu utan orlofskerfis SfK og annarra stéttarfélaga, innan lands sem og erlendis. Það sem niðurgreitt er m.a.; Vegna flugfargjalda, ferða með rútu eða ferju, hótel, gistihús, leigu orlofseigna, tjaldstæði, ferðavagna, skipulagðra hópferða, hestaferða og siglingar sem ekki hafa verið niðurgreidd af stéttarfélögum eða öðrum samtökum.   Það sem ekki er niðurgreitt er m.a.; Vegna greiðslu orlofshúsa sem leigð eru á vegum SfK og annarra stéttarfélaga, flugávísana eða fluggjafabréfa, matarútgjöldum, eldsneyti og almennan ferðakostnað. _________________________________________________ Umsækjendum er bent á að fara inná Orlofsvefinn – Mínar síður- Mínar upplýsingar - og fylla út bankanúmer og aðrar upplýsingar. Athugið að ekki er hægt að skila ,,Orlofi að eigin vali‘‘  eftir úthlutun, sé styrkurinn ekki nýttur. Punktar verða því ekki bakfærðir þó að viðkomandi hafi ekki skilað inn reikningi

 • Nánar >>
 • Arnarborg 8

 • Arnarborg 8 á Stykkishólmi er 85 fermetrar orlofshús félagsins rétt fyrir utan Stykkishólm. Það samanstendur af anddyri, stofu, borðstofu og eldhúsi. Í því eru þrjú svefnherbergi. Eitt hjónaherbergi með rúmi sem er 150 cm, eitt herbergi með rúmi sem er 135 cm að stærð og eitt kojuherbergi 2x 80X200 cm dýnur, eða svefnstæði fyrir allt að sex á neðri hæð. Svefnloft og sjónvarpsloft er yfir hluta hússins og tveir geta gist á efri hæðinni, þ.e. 2 í svefnsófa og ásamt því er einnig tvær dýnur sem eru fyrir ca 70 kg. 10 sængur og koddar eru í húsinu. Hafa verður með rúmfatnað. Gistimöguleiki er því fyrir allt að 8 í rúm og svefnsófa ásamt tveimur dýnum þ.e. fyrir utan barnaferðarúm. Í eldhúsi er ísskápur, eldavél, bakarofn og uppþvottavél. Gasgrill er í húsinu. Eitt baðherbergi er í húsinu með sturtu og einnig er þvottavél. Stór og góð verönd er ásamt heitum potti og tveimur útigeymslum. Gestir þurfa að taka með sér baðhandklæði, borðtuskur, salernispappír, ruslapoka, viskustykki og tuskur til þrifa. Það sem er til staðar eru áhöld og efni til þrifa. Einnig þurfa gestir að hafa með sér allan rúmfatnað og nota hann í öllum tilfellum. Þetta gildir um öll hús á vegum Starfsmannafélags Kópavogs. Hægt er að panta skilaþrif hjá umsjónarmanni gegn greiðslu 15.000 krónur. Panta þarf þrif með sólarhrings fyrirvara. Greiðslur vegna þrifa fara ekki í gegnum félagið. Í Arnarborg eru leyfð gæludýr. Upplýsingar um heitan pott: Þegar pottur er settur í gang er ýtt á Start, þá lokast botnlokinn og vatn rennur í hann. Þegar kveik er á pottinum þá rennur kalt og heitt vatn í pottinn og eftir ákveðinn tíma (eftir stærð potta) lokast fyrir kalda vatnið og eingöngu heitt vatn rennur í. Eingöngu fer heitt vatn í pottinn eftir áfyllingu. Ekki er notaður blöndunarloki við áfyllingu. Ekki er hægt að stilla hitastig hærra en 41 gráðu. Ef potturinn ofhitnar og fer í 45 gráður þá stoppar potturinn og tæmist, Exti kemur á skjáinn um að potturinn sé of heitur, ekki er hægt að setja hann á stað aftur fyrr en hitinn er kominn í 41 gráðu. Aðvörunin fer ekki af fyrr en pottur er ræstur á ný. (Ef pottur ofhitnar þarf að athuga hvað er að) Einnig er köld innspýting valmöguleiki ef á að kæla pottinn, þá þarf að lækka óskhitann í það hitastig sem beðið er um og ýta á köldu innspýtinguna og er hún á í eina mínútu og ef það nægir ekki til að ná settu hitastigi er ýtt aftur á kalda innspýtingu. Ef hitanemi bilar þá stoppar potturinn og tæmist, texti kemur á skjáinn um að athuga hitanema. Ekki er hægt að kveikja á pottinum fyrr en búið er að lagfæra hitanema. Á snertiskjánum eru takkar neðst F1,F2,F3,F4. Ef ýtt er á F1 kemur upp skýringartexti, ef ýtt er aftur á F1 þá kemur skjámyndin fyrir pottastýringuna. Þegar pottur er tæmdur er ýtt á Stopp og eftir 30 sec þá rennur vatn úr pottinum. // //

 • Nánar >>
 • Hvammur-Gunnarsbraut 14 Reykjaskógi

 • Hvammur er glæsilegur heilsársbústaður í  Reykjaskógi í landi Efri-Reykja í Biskupstungum, 14 km frá Laugarvatn.  Leigjendur athugið að númerið af talnalás við hliðið breytist á ákveðnu tímabilum og þurfa leigjendur að fara inná -Mínar síður- og þar inná -Mínar umsóknir- og skoða upplýsingarnar á leigusamningnum áður en farið er af stað. Best er að fara inná;  https://innskraning.island.is/?id=orlof.is/stkop&path=?client=stkop - athugið að afrita þarf hlekkinn í nýjan vafra.  Það samanstendur af eldhús, stofu og baðherbergi sem er með sturtu. Í því eru þrjú svefnherbergi. Tvö svefnherbergi erum með tvíbreiðum rúmi og eitt hverbergi með einbreiðu rúmi. Svefnstæði eru því fyrir 5 manns á neðri hæð, 7 með efri. Svefnloft er í húsinu en þar er svefnsófi og dýnur. 10 sængur og koddar eru í húsinu. Auk dýna og barnaferðarúm. Hafa verður með rúmfatnað. Í eldhúsi er ísskápur, eldavél, bakarofn og uppþvottavél. Gasgrill er í húsinu. Gestir þurfa að taka með sér baðhandklæði, borðtuskur, salernispappír, ruslapoka, viskustykki og tuskur til þrifa. Það sem er til staðar eru áhöld og efni til þrifa. Einnig þurfa gestir að hafa með sér allan rúmfatnað og nota hann í öllum tilfellum. Þetta gildir um öll hús á vegum Starfsmannafélags Kópavogs. Heitur pottur er á rúmgóðri verönd, sólhúsgögnum og gasgrilli.

 • Nánar >>
 • Hvassaland 8 í Hlíđarfjalli viđ Akureyri

 • Húsið er 108,6 fm glæsilegt hús upp í Hlíðarfjalli. Það saman stendur af forstofa, rúmu alrými, borðstofu, stofu og eldhús ásamt pottarými. Í því eru þrjú svefnherbergi. Eitt hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi og tvö herbergi með kojum, hámarks þyngd í koju er 70 kg.  8 sængur og koddar eru í húsinu. Hafa verður með rúmfatnað. Gistimöguleiki er því fyrir allt að 6, þ.e. fyrir utan barnaferðarúm. Í eldhúsi er ísskápur, eldavél, bakarofn og uppþvottarvél. Eitt baðherbergi er í húsinu með sturtu, einnig er þvottahúsi. Heitur pottur er innan dyra með útgengi á pall. Í húsinu er upphituð geymsla, kjörin fyrir skíði eða annan viðlegubúnað. Í Hvassalandi eru leyfð gæludýr. 

 • Nánar >>
 • Munađarnes- Bjarkarás hús nr.1

 • Húsið er 78 fermetrar, samanstendur af anddyri, stofu, borðstofu, eldhúsi, 2 svefnherbergjum með tvíbreiðum rúmum og einu svefnherbergi með kojum, baðherbergi og geymslu ásamt þvottavél. Svefnpláss er fyrir 6 manns. 8 sængur og koddar eru í húsinu. Svefnpláss er fyrir 6 manns, þ.e. fyrir utan barnaferðarúm. Barnaferðarúm hámarksþyngd 13,5 kg. ásamt dýnu og hlífðarlaki sem á að vera á dýnunni. Leiðbeiningar um samsetningu og frágang barnarúmsins er í leigusamningi og upplýsingum um húsið á orlofsvefnum. Hafa verður með rúmfatnað. Í eldhúsi er ísskápur, eldavél, bakarofn og uppþvottavél ásamt borðbúnaði og öllum almennum eldhúsáhöldum. Gasgrill er í húsinu. Á baðherberginu er sturta. Stór og góð verönd er ásamt heitum potti og útisturtu. Í Munaðarnesi er fjóra rafhleðslustöðvar, tvær við áhaldahús og tvær fyrir neðan Stekkjarhól.  Upplýsingar um heitan pott: Þegar pottur er settur í gang er ýtt á Start, þá lokast botnlokinn og vatn rennur í hann. Þegar kveik er á pottinum þá rennur kalt og heitt vatn í pottinn og eftir ákveðinn tíma (eftir stærð potta) lokast fyrir kalda vatnið og eingöngu heitt vatn rennur í. Eingöngu fer heitt vatn í pottinn eftir áfyllingu. Ekki er notaður blöndunarloki við áfyllingu. Ekki er hægt að stilla hitastig hærra en 41 gráðu. Ef potturinn ofhitnar og fer í 45 gráður þá stoppar potturinn og tæmist, Exti kemur á skjáinn um að potturinn sé of heitur, ekki er hægt að setja hann á stað aftur fyrr en hitinn er kominn í 41 gráðu. Aðvörunin fer ekki af fyrr en pottur er ræstur á ný. (Ef pottur ofhitnar þarf að athuga hvað er að) Einnig er köld innspýting valmöguleiki ef á að kæla pottinn, þá þarf að lækka óskhitann í það hitastig sem beðið er um og ýta á köldu innspýtinguna og er hún á í eina mínútu og ef það nægir ekki til að ná settu hitastigi er ýtt aftur á kalda innspýtingu. Ef hitanemi bilar þá stoppar potturinn og tæmist, texti kemur á skjáinn um að athuga hitanema. Ekki er hægt að kveikja á pottinum fyrr en búið er að lagfæra hitanema. Á snertiskjánum eru takkar neðst F1,F2,F3,F4. Ef ýtt er á F1 kemur upp skýringartexti, ef ýtt er aftur á F1 þá kemur skjámyndin fyrir pottastýringuna. Þegar pottur er tæmdur er ýtt á Stopp og eftir 30 sec þá rennur vatn úr pottinum.

 • Nánar >>