Umgengni 
Umgengni lýsir innra manni og eru allir hvattir til að umgangast orlofshúsin með sóma. Ef eitthvað er athugavert við umgengni eða þrifnað húsanna við komu þá látið vita á skrifstofu félagsins. 
 
Við brottför 
Þrífa húsið, grillið og heita pottinn 
Takið sjónvarp og útvarp úr sambandi 
Athugið hvort allir gluggar séu lokaðir og kræktir 
Hurðir vel lokaðar og læstar 
Lykillinn kominn í lyklaskáp eða til umsjónarmanns 
Ekki taka hita af húsinu við brottför  
 
Í Reykjaskógi verður að skrúfa fyrir neysluvatn áður en hús er yfirgefið, það er slökkvari í forstofunni. 
 
Tæki og tól 
Í öllum húsunum eru eldhúsáhöld, sængur og koddar. Einnig eru barnarúm og barnastólar í öllum húsunum.  
Nánari upplýsingar um fylgihluti hvers húss og skiptitíma er að finna í leigusamningi sem leigutaki fær við greiðslu. 
 
Nauðsynlegt að taka með 
borðklútar  
diskaþurrkur  
uppþvottalögur  
salernispappir 
Sængur og koddaver. 
 
 
Gátlisti vegna þrifa  
 
     Þrífa ísskáp 
·    Þrífa Bakarofn 
·    Tæma ruslaskáp og þurrka innan úr honum 
·    Þrífa vask og ganga úr skugga um að leirtau sé allt hreint 
·    Þrífa klósett, vask, sturtubotn og sturtuklefa 
·    Ryksuga og skúra öll gólf 
·    Þrífa útigrill 
·    Þrífa heitan pott vel og nota til þess viðeigandi bursta. 
 
Gangið vel um húsið og ræstið daglega, allar skemmdir á innanstokksmunum eru á ábyrgð leigutaka.  Vinsamlega tilkynnið félaginu um það ef skemmdir verða á einhverjum hlutum. 
Ef ræsting telst ekki fullnægjandi áskilur STFS sér rétt til þess að kaupa út þrif sem væru þá á kostnað leigutaka. 
 
 
 
Hús í eigu STFS eru hús í eigu félagsmanna þannig að það er allra hagur að vel sé um húsin gengið, þannig telst okkur að halda kostnaði í lágmarki  
 
 
   |