Bústaðurinn er um 100 fm, 3 svefnherbergi eru í húsinu, 7 rúm og 1 barnarúm.  Sængur og koddar eru fyrir 7 manns og borðbúnaður fyrir 8 manns. Aðrir hlutir: Sjónvarp, diskaspilari/útvarp, DVD spilari, ryksuga, barnastóll, örbylgjuofn, eldavél/bakaraofn, uppþvottavél, ísskápur með frystihólfi, ásamt öllum öðrum nauðsynlegum eldhústækjum,  þvottavél er inni á  baðherbergi,  útibaðherbergi er ásamt sturtu ásamt gasgrill, slökkvitæki, eldvarnarteppi, reykskynjari og róluvöllur.

Gæludýr eru bönnuð í bústaðnum.

Ef leigjandi skilur við orlofshúsið illa þrifið getur leigjandi búist við að þurfa að greiða þrifgjald að upphæð 20.000

Það sem leigjandinn þarf að koma með er:  Rúmföt, lök, viskustykki, borðklúta og tuskur í þrif

Svæðið:  

 Flúðir er þéttbýliskjarni miðsvæðis í Hrunamannahreppi og þykir þar notalegt og fagurt. Litla-Laxá rennur í gegnum þorpið og mikill jarðhiti er á svæðinu. Ylrækt er mikil og er þar mesta svepparækt landsins. Einnig er nokkur annar iðnaður á staðnum og má nefna þar einu límtrésverksmiðju landsins. Afar fjölbreytt þjónusta er í boði fyrir ferðamenn, góð hótel, önnur fjölbreytt gisting og gott tjaldsvæði. Alls konar afþreying sem tengist jarðhita stendur til boða, og á Flúðum er góð sundlaug. Flestir ferðamenn ættu að finna hér eitthvað við sitt hæfi. Stutt er í veiði í ám og vötnum. Margir sögustaðir eru í grenndinni og má þar nefna kirkjustaðinn Hruna, en hann tengist sögunni „Dansinn í Hruna“, þegar kölski sjálfur kom nýjársnótt eina, þegar heimamenn sátu að svalli og dansi í kirkjunni, og kippt henni niður í undirdjúpin.

Nágrennið:  

 5 km. í þjónustu Flúðir. þar er góður golfvöllur og góð þjónusta. Fjölbreytt afþreying er í boði; sund, golf, hestaferðir, Útlaginn með lifandi tónlist og uppákomur, minjasafnið að Gröf, Gallerý Garðakúnst, fallegar gönguleiðir á fjöll og fell og stutt í þekktar náttúruperlur.

Brottfararþrif:

Þarf að panta fyrirfram hjá umsjónarmanni, kosta kr. 10.000