Er 94 fermetra hús sem félagði eignaðist árið 2010. Húsið stendur aðeins framar en Kiðárskógur 1 og er hægramegin. Því fylgir ágætur pallur, heitur pottur og smá garður

Tvö svefnherbergi eru í húsinu ásamt svefnlofti og svefnskoti inn af stofu. Í þeim eru eitt hjónarúm, ein koja og 2 rúm sem eru 120 cm breið (annað er í herbergi en hitt í svefnskoti) og á háaloftinu eru nokkrar dýnur til viðbótar. Gistirými er því fyrir allt að 10-12 manns. Allur búnaður er fyrir 10 manns. Í húsinu er uppþvottavél, þvottavél, barnastóll og barnarúm.

Húsafell er dásamleg náttúruperla þar sem hægt er að finna skemmtilegar gönguleiðir, skella sér í sund eða bara njóta ferska loftsins og kyrrðarinnar.