Er 58 fm  hús. Húsið var allt endurbyggt árið 2006, sólstofa var byggð við húsið, nýjar innréttingar og ný tæki eru í húsinu. Á glæsilegri veröndinni, sem er afgirt, er heitur pottur. Svefnaðstaða er fyrir 6-8 manns, sængur og koddar f. 8 og borðbúnaður f. 8 barnastóll og barnarúm. 

Staðsetning og staðhættir: Í Hveragerði, sem er í göngufjarlægð frá bústaðnum, er alla þjónustu að finna og svo er líka stutt að skreppa á Selfoss sem er í ca 5 mín. akstursfjarlægð. Einnig er stutt að keyra t.d. á Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn og í uppsveitir Árnessýslu þar sem margt skemmtilegt er að skoða. T.d. draugasafnið á Eyrarbakka eða dýragarðinn í Slakka, boðið er upp á kajaksiglingar frá Stokkseyri og flúðasiglingar niður Hvítá. Við vekjum athygli á því að hægt er að fá ýmsa þjónustu keypta hjá Heilsustofnun NLFÍ sem er í næsta nágrenni.

 

Leigutímabil í boði: Orlofshúsið við Ölfusborgir stendur félagsmönnum til boða á sumrin í vikuleigu en yfir vetrartímann er hægt að taka á leigu staka nótt eða helgi.