Innskráning
 
ORLOFSKOSTIR
MIÐAR OG KORT
AFSLÁTTUR
GREIÐA ÚTHLUTUN
UMSÓKN
UPPLÝSINGAR
Til að kaupa ferðaávísun og sjá laus tímabil þarf að auðkenna sig, smellið á innskráning
Greiðsla
Yfirlýsing:
Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Borgun. Upplýsingar um greiðanda eru framsendar á kortakerfi Borgun og engar upplýsingar um kortanúmer eru slegnar inn á vefsvæði orlof.is/stag eða vistaðar í kerfum félagsins. Eftir að greiðslu er lokið verður samningur ásamt kvittun send til umsækjanda á uppgefið netfang. ENDURGREIÐSLA Afpöntuð orlofsleiga Bókaðar og greiddar orlofsleigur eru ekki endurgreiddar. Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara myndast inneign ef tekst að leigja aftur sumarhúsið sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. (Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign). Athugið að öll framleiga á orlofshúsum/íbúðum félagsins er óheimil. ÁBYRGÐARSKILMÁLAR Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði orlofshússins/íbúðarinnar meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta það tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum í orlofshúsinu/íbúðinni á leigutíma. Leigjanda ber að tilkynna félaginu án ástæðulauss dráttar um allar skemmdir sem kunna að verða á búnaði eða orlofshúsinu/íbúðinni. VARNARÞING Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur félaginu á grundvelli ákvæða og skilmála skulu aðilar leitast við að leysa úr slíkum ágreiningi sín á milli. Takist það ekki skulu mál rekin fyrir íslenskum dómstólum. TRÚNAÐUR Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Greitt af öðrum en félagsmanni