Íbúðin er endaíbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi, með sér inngangi og sér garði, bílastæði er bæði í bílakjallara og fyrir utan íbúðina. Gistirými er fyrir sex manns. Eignin er hluti af mjög stóru afgirtu fjölbýlishúsasvæði með nokkrum sundlaugum, líkamsrækt, gufubaði, leiksvæði fyrir börn og sundlaugabar. Í íbúðinni eru 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi með sturtu, geymsla og þvottahús. Gengið er út úr stofu og/eða svefnherbergi út á sólarverönd með útihúsgögnum, þaðan er svo gengið út á grasflöt með gervigrasi. Internet er í íbúðinni. Tvö reiðhjól fylgja íbúðinni.
Staðsetning íbúðar er um 15 km suður af Torrevieja. Stutt í laugardagsmarkaðinn á Costa Flamenca, en hann er aðeins ofar við sömu götu og íbúðin. Verslunarmiðstöðin "Zenia Boulevard" er í um tíu mínútna göngufjarlægð.
Hér er kort af stærstu verslunarmiðstöð Evrópu Zenia Boulevard:
Starfsaldursstyrkur gildir fyrir báðar eignir á Spáni. Hann er að hámarki 75% af leiguverði í El Barranco í tvær vikur. Þeir sem hafa starfað hjá Garðabæ í fimm ár eða lengur geta sótt um þennan styrk til orlofsnefndar, eftir að úthlutun hefur farið fram.