Íbúðin er stórglæsileg með góðri verönd, gasgrilli og útihúsgögnum.  Hún er á einni hæð með góðu þvottahúsi og geymslu.  Íbúðin er mjög rúmgóð og með góðum hirslum.  Stofan er björt með útsýni til vesturs, þar sem sést glitta í Hlíðafjall.  Í eldhúsi eru öll tæki fyrsta flokks.  Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi.  Í þvottahúsinu er þurrkaðstaða fyrir skíðabúnað, þar er einnig þvottavél með innbyggðum þurrkara.  Við íbúðina eru einnig útisnúrur.

Gistiaðstaða er fyrir 4-6.  Sængur og koddar eru fyrir 6 manns.  Annað herbergið er með hjónarúmi 180 cm breiðu, hitt herbergið er með 2 x 80 cm breiðum rúmum, sem hægt er að hafa saman eða í sundur og í stofu er svefnsófi.  Ferðabarnarúm og barnamatarstóll eru í húsinu.

Í húsinu eru hreinlætisvörur og wc pappír.  Taka þarf með rúmföt, lök, handklæði, viskustykki og borðtuskur.

Í Tröllagili 3 er leyfilegt að vera með gæludýr.

Íbúðin er staðsett í Giljahverfi á Akureyri, íþróttamiðstöð Giljaskóla hinum megin við götuna, matvöruverslun í næsta nágrenni og aðeins tæpir 2 km í bakarí og verslunarmiðstöðina á Glerártorgi.