Rúmgóð stofa, eldhús með eldavél, bakaraofni, uppþvottavél og örbylgjuofni. Baðherbergi með sturtu, tvö svefnherbergi annað með hjónarúmi og hitt með hjónarúmi og kojum. Barnarúm og barnamatarstóll.

Gistiaðstaða fyrir 6 manns. Sængur og koddar fyrir 8 manns.  Á háalofti eru lausar dýnur, sjónvarp, video, dvd spilari.

Í húsinu er router.

Þetta er rúmgott og bjart hús með fínum herbergjum og góðri verönd, falleg útihúsgögn, gasgrill og heitur pottur. Orlofshús í fallegu umhverfi nálægt Brúará.