Orlofshúsið við Kiðjaberg 2 er fyrir 6-8 manns  

Í húsinu eru 3 svefnherbergi, hjónarúm í einu herbergi og rúm 1 ½ breidd og koja í hinum  tveimur. Sængur, koddar, eitt barnarúm og barnastóll. Bústaðurinn er fullbúinn húsgögnum og heimils- og raftækjum, sjónvarpi og nettenging. Borðbúnaður miðast við 10 manns. Baðherbergi er með sturtu. Á staðnum eru útihúsgögn, gasgrill og heitur pottur. Við húsið er upphituð geymsla þar inni er þvottavél og þurrkari.

Lín, tuskur og þrif

Félagsmenn þurfa að koma með (lín) þ.e. lak, sængur- og koddaver og handklæði. Sömuleiðis þarf að hafa meðferðis viskastykki, borðklúta/þrifaklúta, uppþvottalög, sápu, klósettpappír og plastpoka. Þrífa skal vel eftir dvöl og fylgja leiðbeiningum sem eru í húsinu. Refsiþrifagjald(15.000 kr.) getur verið innheimt ef vankantar eru á þrifum.

Skildu við bústaðinn eins og þú vilt koma að honum

Við brottför skal tæma og þrífa heita pottinn, grill skal þrífa vel, og ef gaskútur tæmist er viðkomandi beðinn að fara með hann til áfyllingar, taka greiðslukvttun og senda á skrifstofu   félagsins til greiðslu. Í lok dvalar skal allt sorp fjarlægt, sorpgámur er við  Kiðjabergsveginn skammt frá húsinu.

Athugið

Félagsmaður má ekki framselja leigurétt eða leyfa öðrum að dvelja í sínu nafni. Leigutaki  ber ábyrgð á orlofshúsinu og innanstokksmunum meðan á dvöl stendur.

Umsjón

Umsjónarmaður er Tinna Tryggvadóttir, sími 847-1272, einnig má hafa samband við skrifstofu SLFÍ, sem er opin frá kl.10.00 til 16.00 virka daga og á föstudögum frá kl.10.00 til 12.00, í síma 553-9494.

Aðrar upplýsingar

Frítt aðgengi að golfvelli fyrir tvo.