Um er að ræða nýuppgerðar íbúðir á besta stað í Stykkishólmi, en raðhúsið var byggt árið 2005. Á neðri hæðinni er hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og baðherbergi með sturtu. Á efri hæð er stofa/borðstofa og eldhús í samfelldu rými svo og svefnherbergi með 1 ½ rúmi samtals svefnpláss fyrir 5-6. Sængur og koddar eru fyrir 6 manns. Auk þess er í íbúðinni barnarúm og barnastóll. Ekki er séð fyrir sængurverum, handklæðum, tuskum og viskastykkjum. Í eldhúsinu er allur almennur borðbúnaður fyrir 6, eldavél með bakarofni, örbylgjuofn og uppþvottavél. ásamt öðrum daglegum eldhúsáhöldum. Í stofu er sófi og tveir stofustólar, borðstofusett með 5 stólum og sjónvarp. Út frá efri hæð eru svalir með svalahúsgögnum. Í íbúðinni eru hreinlætisáhöld og hreinsiefni. Nettenging er í íbúðinni. 

Leigutaki ber ábyrgð á húsi/íbúð og innanstokksmunum meðan á dvöl stendur.

Þrífa skal hús/íbúð miðað við fyrirliggjandi aðgerðarlista, ef ekki er þrifið áskilur félagið sér rétt til að innheimta þrifagjald kr. 15.000.

Félagsmaður má ekki framselja leigurétt eða leyfa öðrum að dvelja í sínu nafni.

Umsjónarmaður er Vilborg Kristjánsdóttir sími 899-1797