Íbúðin er um 85 fermetrar og í henni eru tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, stofa og eldhús. Íbúðin er á efri hæð í fjögurra íbúða húsi. Þar er svefnpláss fyrir 4-6 og öll helstu nútíma þægindi.

Hægt er að leigja íbúðina í eina eða tvær vikur og kostar vikan 65.000 kr., en orlofssjóður greiðir síðan eina viku niður um 28.000 kr. og tvær vikur um 56.000 kr. ef leigt er á orlofstímanum. Einnig dragast frá 12 orlofspunktar. Að ferð lokinni fá sjúkraliðar niðurgreiðslu Orlofssjóðs greidda gegn framvísun kvittunar. Íbúðin verður í leigu frá apríl og fram á næsta vetur.

Greiða þarf sérstaklega fyrir þrif kr. 12.000 Húsið er á afgirtu svæði með öryggisgæslu. Þar er m.a. 18 holu golfvöllur og stór golfskáli með veitingahúsi, sundlaug o.fl.

Þeir sem hafa áhuga á að leigja íbúðina geta haft samband við Kristjönu Guðjónsdóttur kristjana55@gmail.com. Hægt er að skoða laus tímabil hér.