Íbúðin í Danmörku er fyrir 7 manns.

Íbúðin er afar rúmgóð og á fjórðu hæð í lyftuhúsi við CF Møllers Allé 34 í Kaupmannahöfn. Svefnpláss er fyrir 7 manns. Í báðum svefnherbergjunum eru tvö einbreið rúm sem hægt er að setja saman eða færa sundur eftir atvikum. Tvíbreiður svefnsófi (140 cm x 200 cm) er í stofu og síðan er til staðar eitt aukarúm með þykkri og góðri dýnu. 8 sængur og koddar eru í íbúðinni að auki er eitt barnarúm og barnastóll. Rúmföt, handklæði, viskustykki og tuskur eru í íbúðinni og allur almennur búnaður sem eðlilegt er að fylgi  heimilishaldi. Borðbúnaður er fyrir 10 manns, sjónvarp og nettenging

Mjög góðar og auðveldar samgönguleiðir eru að og frá húsinu. Í eldhúsi er uppþvottavél og þvottavél og þurrkari inn á baði. Góðar svalir eru í íbúðinni. 

Þrífa skal vel eftir dvöl og fylgja leiðbeiningum sem eru í íbúðinni. “Refsiþrifagjald” (15.000 kr.) getur verið innheimt ef vankantar eru á   þrifum. Hægt er að kaupa þrif.

Skildu við íbúðina eins og þú vilt koma að henni

Við brottför skal þrífa grillið vel.

Athugið

Félagsmaður má ekki framselja leigurétt eða leyfa öðrum að dvelja í sínu nafni. Leigutaki ber ábyrgð á íbúðinni og innanstokksmunum meðan á dvöl stendur.

Umsjón

Guðrún Erna Júlíusdóttir umsjónarmaður býr í húsinu. Vinsamlegast hafið samband við hana minnst tveimur dögum fyrir komu í íbúðina til að mæla ykkur mót vegna afhendingar lykla að aðalhurð og íbúð. Inni í íbúðinni eru lyklar sem nota má á meðan á dvöl stendur. Um leið þarf að staðfesta hversu margir munu gista í íbúðinni. Tekið skal fram að hlutverk umsjónarmanns nær einungis til umsjónar með íbúðinni.
  • Einnig má hafa samband  við skrifstofu félagsins frá kl. 10.00 til 16.00 virka daga, og á föstudögum frá kl.10.00 til  12.00, í síma  553-9494.

Aðrar upplýsingar