Bústaðurinn er í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík og um 25 km eru að Flúðum.
Bústaðurinn "Sólsetur" er í landi Réttarholts í Gnúpverjahreppi og um 3 km frá verslunarmiðstöðinni í Árnesi. Húsið er um 50 fm að grunnfleti og eru í því tvö svefnhverbergi með svefnplássi fyrir 6 manns, stofa, eldhúskrókur og baðherbergi.
Góð tjaldstæði eru við bústaðinn, ennfremur gestahús 18m2 að stærð með svefnplássi fyrir fjóra ásamt rúmfatnaði. Í gestahúsinu er einnig salerni. ATH þvottavél er ekki í húsinu
Við bústaðinn er heitur pottur og útisturta.
Sundlaugar eru í Árnesi og Brautarholti, en þangað eru um 17 km.