Íbúðin er vel skipulögð og rúmgóð. Hún er á tveimur hæðum, samtals 145 fm að stærð.
Á neðri hæð er þvottahús (þvottavél/þurrkari), gestaklósett, eldhús, borðstofa, stofa og búr. Gengið er út á verönd úr stofunni. Veröndin er einn stór pallur með girðingu um kring. Á pallinum er skýli fyrir útigrillið.
Á efri hæð er baðherbergi með baðkari/sturtu. Á hæðinni eru jafnframt 4. svefnherbergi.
Við inngang fyrir framan íbúðina er upphitaður geymsluskúr þar sem hægt er m.a. að geyma skíðabúnað að vetri til.