Upplısingar eignar  -  Kjarnagata 41 - Akureyri
Almennar upplısingar
Nafn Kjarnagata 41 - Akureyri Tegund Íbúğ
Svæği Norğurland Öryggis kóği
Heimilisfang Kjarnagötu 41, 600 Akureyri
Lısing

Í íbúðinni eru 4 svefnherbergi sem 9 manns geta gist í að hámarki. Stofa og eldhús eru mjög rúmgóð og búin öllum helstu tækjum og tólum. Þvottavél og þurrkari er inn á baðherbergi.


Taka þarf með sér rúmföt nema að þau séu sérstaklega pöntuð í bókun en settið er 1.000 kr. á hvern einstakling í bókun.  Þrif og umsýslugjald er 15.000 kr. á hverja bókun. Með þrifum er ekki átt við tiltekt en ætlast er til að íbúð sé skilað í sómasamlegu ástandi.


Íbúðin er öll aðgengileg fólki í hjólastólum, þar með talið sturta og salernisaðstaða. Í íbúðinni er að finna lyftara fyrir þá sem þurfa en taka þarf með sér sitt eigið segl ef með þarf.

Einnig eru rafdrifnir hurðaopnarar á útidyrum, bæði í sameign og í íbúð.

Í hjólageymslu er rafmagnsskutla sem er til afnota á meðan á dvöl stendur.Sjá video 1 hér og video 2 hér


Gæludýr eru EKKI leyfð í húsinu.

Verðskrá

SEM arar: Helgarverð 29.000 kr. Vikuverð 35.000 kr. Aukadagar 1.500 kr.

Almennt verð: Helgarverð 35.000 kr. Vikuverð 55.000 kr. Aukadagur 5.000 kr.

15.000 kr. þrifa og umsýslugjald er innifalið í verði.

1.000 kr. á sett fyrir rúmföt (Borgast hjá umsjónarmanni) pantað hjá umsjónarmanni.

Almenningur þarf að hafa samband við skrifstofu til að panta tímabil.

Komutími/Brottför

Íbúðin er afhent frá klukkan 16:00 Komudaga.

Skila þarf íbúðinni fyrir klukkan 12:00 á þeim degi sem bókunin endar á.

Samgöngur á staðnum

Munið að það er frítt í strætó á Akureyri og nálægt íbúðinni er að finna strætóskýli.

Á Akureyri er hægt að hringja í leigubíl í síma 461-1010 en beint númer í taxa sem getur tekið allt að 8 farþega og þar af allt að 4 í hjólastólum er 892-4257.


Einnig er boðið upp á skoðunarferðir sem aðgengilegar eru hjólastólanotendum.