Ákveðið hefur verið að færa Portofino á Tenerife í úthlutunar fyrirkomulag allt árið. Áður hefur húsið verið bókað í úthlutun um páska og sumar en í ?fyrstur kemur, fyrstur fær yfir veturinn.?UmsóknarfresturÁ mánudaginn 1. september kl. 12:00 verður opnað fyrir umsóknir um úthlutun á Tenerife. Opið verður fyrir umsóknir í eina viku en lokað verður á hádegi mánudags 8. september kl 12:00.ÚthlutunartímabilTímabilið sem opnað verður fyrir er frá 22 janúar til 2. apríl 2026 annars vegar og 9. apríl til 28. maí hins vegar.
Frá 8. til 22. janúar verður húsið lokað vegna viðhalds.
Páskavikunni, 2. apríl til 9. apríl 2026, verður úthlutað síðar.
ÚthlutunÚthlutað verður miðvikudaginn 10. september. Úthlutað verður eftir punktastöðu. Svör verða send á alla umsækjendur í tölvupósti. Það er á ábyrgð umsækjenda að vera með rétt netfang skráð, athugið að pósturinn getur farið í spam/ruslpóst.Einnig er hægt að sjá hvort að umsókn hafi verið samþykkt eða synjað inni á orlofsvefnum.Greiðslufrestur er til 16. september. Úthlutuð bókun sem ekki hefur verið greidd fyrir hádegi 16. september verður eytt.