Húsið skiptist í anddyri, stofu og eldhús í sameiginlegu rými, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Stór verönd er við húsið með heitum potti, garðhúsgögnum og gasgrilli. Svefnpláss er fyrir 5 en það eru ekki aukadýnur í húsinu. Gistiaðstaðan er þannig að í 2 herbergjum eru rúmin 153x200 og í einu herbergi er sjúkrarúm, að öðru leyti er það fullbúið öllum almennum búnaði.  Almennar upplýsingar um landsvæðið má nálgast á www.vesturland.is.

Gestir þurfa að taka með sér baðhandklæði, borðtuskur, salernispappír, ruslapoka, viskustykki og tuskur til þrifa. Það sem er til staðar eru moppur til að skúra með, áhöld og efni til þrifa. Einnig þurfa gestir að hafa með sér allan rúmfatnað og nota hann í öllum tilfellum. 

Hreyfihamlaðir gestir sem eiga erfitt um vik með þrif geta haft samband við skrifstofu Sameykis í síma 525-8340 varðandi kaup á þrifum.