Í parhúsinu að Hamratúni 26 á Akureyri á félagið góða, vel búna 4ra herbergja íbúð á efri hæð. Heitur pottur er á verönd við endann á húsinu. Gistiaðstaða fyrir 7 manns. 

Gestir þurfa að taka með sér baðhandklæði, borðtuskur, salernispappír, ruslapoka, viskustykki og tuskur til þrifa. Það sem er til staðar eru moppur til að skúra með, áhöld og efni til þrifa. Einnig þurfa gestir að hafa með sér allan rúmfatnað og nota hann í öllum tilfellum. Þetta gildir um öll hús og íbúðir á vegum Sameykis.

 

Athugið það eru takmarkanir á leigu í Reykjavík og á Akureyri.

Þeir sem búa í Reykjavík eða á stórhöfuðborgarsvæðinu geta ekki leigt sér íbúðir í Reykjavík.

Þeir sem búa á/við Akureyri í póstnúmerum 600-607 geta ekki leigt sér íbúðir eða hús á Akureyri.