Íbúðin er 74 m² að stærð á fjórðu hæð ásamt 6 m² svölum með svalalokun. Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum en annað svefnherbergið nýtist einnig sem stofa. Gistipláss er fyrir allt að 5 manns. Í öðru herberginu er tvíbreytt rúm 160x200 cm. Í hinu herberginu eru tveir svefnsófar. Annar svefnsófinn er 140x200 cm, hinn er 90x200 cm. Eitt ferðabarnarúm er í íbúðinni. Engar aukadýnur. 

Gestir þurfa að taka með sér baðhandklæði, borðtuskur, salernispappír, ruslapoka, viskustykki og tuskur til þrifa. Það sem er til staðar eru moppur til að skúra með, áhöld og efni til þrifa. Gestir þurfa að hafa með sér allan rúmfatnað og ber skylda til að nota hann. Í orlofsíbúðunum í Reykjavík er hægt að leigja lín með því að hafa samband við skrifstofu Sameykis.

Athugið að það eru takmarkanir á leigu í Reykjavík og á Akureyri.

Þeir sem búa í Reykjavík eða á stórhöfuðborgarsvæðinu geta ekki leigt sér íbúðir í Reykjavík.

Þeir sem búa á Akureyri í póstnúmerum sem byrja á 600 geta ekki leigt sér íbúðir eða hús á Akureyri.