Björt og einstaklega glæsileg íbúð á jarðhæð í átta íbúða tvílyftu húsi staðsett á besta stað í Quesada á Spáni. Aðeins 30 mínútna akstur frá Alicante flugvelli.
Íbúðin skiptist í eldhús, tvö baðherbergi, þrjú svefnherbergi og stofu sem er með svefnsófa, svefnrými er fyrir allt að átta gesti. Útgengt er frá íbúð á sjarmerandi verönd og er fátt eitt betra en að byrja daginn á góðum kaffibolla á veröndinni. Íbúðinni fylgir glæsilegur garður með sólbaðsaðstöðu og stórri sundlaug sem hönnuð er fyrir alla aldurshópa.
Quesada á Hvítu ströndinni á Spáni er aðlaðandi og í snyrtilegu umhverfi. Quesada sem tilheyrir Valencia á Spáni er þekkt fyrir rólegheit og notalegt loftslag og þá helst fullkomið veðurfar þar sem sólin skín í takt við notalega hafgolu. Í hverfinu eru stutt í alla þjónustu og samgöngur í kring eru auðveldar og öruggar.
Kynningu á húsinu má finna hér.
Leiga á húsum á Spáni fæst ekki endurgreidd hætti fólk við.