Íbúðarhúsið Hjallavegi á Suðureyri er einbýlishús á tveimur hæðum og stærð þess í heild er 163,2 fm en íbúðin sem um ræðir er á efri hæð hússins.

Efri hæðin er um 110 m2 með þremur svefnherbergjum, stórri stofu, nýlega uppgerðu baðherbergi með sturtu og góðu eldhúsi með upprunalegri en snyrtilegri eldhúsinnréttingu. Svefnpláss er fyrir 6 manns í íbúðinni auk barnarúms. Lyklar eru í lyklaboxi með talnakóða sem leigutakar fá á leigusamning.