Almennar reglur
Ef breyta þarf bókun, verður að senda tölvupóst á mottakan@fagfelogin.is með beiðni um breytingu. Senda skal frá því netfangi sem skráð er á félagsmann.

Hver félagsmaður fær heimild til að leigja eitt orlofshús í einu.

Hver félagsmaður getur verið með fimm pantanir á hverju tímabili.

Helgarleiga er ávallt frá föstudegi til mánudags.

Framsal á leigusamningi er með öllu óheimil.

Sjúkraíbúð
Sjúkraíbúð er einungis fyrir félagsfólk sem þarf að sækja sér læknisþjónustu. Á einnig við um maka félagsfólks og börn félagsmanns undir 18 ára aldri.

Viðurlög við brotum á reglum í orlofshúsum RSÍ
Ef húsin eru ekki þrifin nægilega vel að mati umsjónarmanns, er leigjanda sendur reikningur fyrir þrifum.

Ef reikningur er ekki greiddur eða um endurtekið brot er að ræða er lokað á bókanir viðkomandi í eitt ár.

Ef félagsmaður veldur skemmdum á innanstokksmunum skal hann bæta RSÍ kostnað vegna endurbóta, á þetta ekki við um minniháttar óhöpp eins og þegar leirtau brotnar.

Ef gæludýr eru höfð með í orlofshús þar sem það er ekki leyfilegt, er lokað á bókanir hjá viðkomandi í eitt ár.