Páskar 2024: Umsóknir og úthlutun
5. - 17. janúar er opið fyrir umsóknir í "slembiúthlutun", þar sem allir eiga jafna möguleika á að lenda í úrtakinu. Úthlutun fer fram 18. janúar, greiða þarf samdægurs.

19. - 28. janúar er opnað fyrir umsóknir um páska þar sem punktastaða ræður úthlutun. Rafræn úthlutun fer fram 29. janúar, þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun. Niðurstöður úthlutunar sendar í tölvupósti til félagsmanna. Greiða þarf í síðasta lagi 30. janúar. Ef það er ekki gert fer orlofshúsið aftur í umsóknarferli, en þá eiga þeir sem ekki fengu úthlutað í fyrri umferð forgang.

1 .- 2. febrúar verður opnað fyrir bókanir með þær eignir sem eftir standa og fyrir þá sem fengu synjun, hvort sem sótt var um í venjulegri úthlutun eða "slembiúthlutun" og gildir þá reglan "fyrstur kemur fyrstur fær". 

Ath. að einungis er hægt að hafa eina bókun yfir páskatímann.

Sumar 2024: Umsóknir og úthlutun
2. - 13. febrúar verður opnað fyrir umsóknir í "slembiúthlutun",
þar sem allir eiga jafna möguleika á að lenda í úrtakinu. 16. febrúar fer fram úthlutun samkvæmt þessu kerfi. Greiða þarf dagana 16. - 19. febrúar. 

Rafræn úthlutun samkæmt punktakerfi:
21. febrúar kl. 09.00 opnar fyrir umsóknarferlið vegna venjulegrar sumarúthlutnar.
Úthlutað verður samkvæmt punktastöðu, opið til 4. mars. 

5. mars fer svo fram úthlutun, þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun.  5. - 11. mars þarf að greiða fyrir úthlutað hús eða íbúð. 

Þann 14. mars er opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær" og þá er opnað fyrir alla sem sóttu um en fengu synjun hvort sem var í slembiúthlutun eða úthlutun samkvæmt punktakerfi. 

Þann 18. mars kl. 9.00 opnar fyrri alla í "fyrstur kemur fyrstu fær". Þá er opnað í þær vikur sumars sem eftir verða.

Niðurstöður úthlutunar sendar í tölvupósti til félagsmanna. Félagsmenn þurfa að greiða eða semja um greiðslur innan viku frá úthlutun. Að lokum er opnað fyrir alla með það sem eftir stendur og gildir þá reglan "fyrstur bókar fyrstu fær" þá verður opnað fyrir alla.

Ath. að einungis er hægt að hafa eina bókun yfir sumartímann.


Bókunartímabil vor og haust fyrir orlofseignir innanlands
Vor: Tímabil 5. janúar 2024 til 24. maí 2024, að undanskildum páskum.
Opnað fyrir bókanir 1. nóvember 2023 kl. 9.00
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær".

Haust: Tímabil 23. ágúst 2024 til 5. janúar 2025.
Opnað fyrir bókanir 3. júní 2024 kl. 9.00.
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

Bókunartímabil fyrir Reykjavík 
Vor: Tímabil 5. janúar 2024 til 23. ágúst 2024
Opnað fyrir bókanir 1. nóvember 2023 kl. 9.00
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

Haust: Tímabil 23. ágúst 2024 til 5. janúar 2025
Opnað fyrir bókanir 3. júní 2023 kl. 9.00
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

Sjúkraíbúð á Akureyri og í Reykjavík
Leigjast eingöngu til félagsmanna sem þurfa að sækja sér læknisaðstoðar, þær íbúðir eru félagsmönnum að kostnaðarlausu gegn læknisvottorði. Hafa þarf samband við skrifstofu til að bóka.

Íbúðir erlendis
Spánn
Vetrartímabil 10. október 2024 til (páska) 16.apríl 2025.
Opnað fyrir bókanir 1. febrúar 2024
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

Sumartímabil 2025 er frá (páskum) 16. apríl 2025 til 10. október 2025.
Opnað fyrir bókanir 1. október 2024 kl. 9.00
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

Flórída
1. mars 2023 opnar fyrir bókanir frá 1. mars 2024  til 31. ágúst 2024.

1. september 2023 opnar fyrir bókanir frá 1. september 2024 til 28. febrúar 2025.
   

1. mars 2024 kl 9.00 opnar fyrir bókanir frá 1. mars 2025  til 31. ágúst 2025. 

Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær" Hægt er að bóka sólarhring í senn, ekki fastar helgar, hámarks leiga í þrjár vikur í senn.