Umsóknir og úthlutanir

Upplýsingar fyrir leigutaka orlofshúsa

Íbúðir og orlofshús er hægt að leigja með því að fara inn á mínar síður á heimasíðu félagsins/orlofssíðu. Starfsfólk skrifstofu Fagfélaganna veitir aðstoð sé þess þörf, hægt er að hringja í síma 5400100 frá kl 08.00-16.00 alla virka daga nema föstudaga frá kl 08.00-15.00. Frá 9. janúar 2025 skal greiða fast bókunargjald kr. 5000 sem er hluti leiguverðs og endurgreiðist ekki ef hætt er við leigu.

(Sjá nánar hér neðar reglur vegna afbókana og endurgreiðslna)

Hægt er að  bóka allt að átta gistinætur í orlofshúsi fyrstu 6 vikurnar á hverju umsóknartímabili. Eftir 6 vikurnar fjölgar möguleikunum á að bæta við sig gistinóttum. Á Florida og á Spáni er hægt að bóka að hámarki 2 vikur.

Helgarleiga er ávallt frá föstudegi til mánudags.

Framsal á leigusamningi er með öllu óheimil.

Sjúkraíbúð á Akureyri og í Reykjavík

Sjúkraíbúð er einugis fyrir félagsfólk sem þarf að sækja sér læknisþjónustu. Á einnig við um maka félagsfólks og börn félagfólks undir 18 ára aldri. Hafa þarf samband við skrifstofu í síma 5400100 til að bóka íbúðina, greiða þarf kr. 5000 í bókunargjald. Framvísa þarf læknisvottorði við leiguna á sjúkraíbúð.

Umgengni og reglur í orlofshúsum

Hverju húsi fylgir samningur sem leigutaki þarf að fara vel yfir  áður en farið er í hús/íbúð.

Þar er nánari útlistun á því hvaða ábyrgð leigjandi ber á orlofseigninni og búnaði hennar meðan á leigutíma stendur.

Ef orlofseign er ekki nægilega vel þrifin við brottför að mati umsjónarmanns, er leigjanda sendur reikningur fyrir þrifum.


Páskar 2025: Umsóknir og úthlutun

Slembiúthlutun verður ekki í boði þetta árið vegna upptöku á nýju orlofskerfi.

23. janúar er opnað fyrir umsóknir um dvöl um páska 2025. Opið fyrir umsóknir til 2. febrúar. Rafræn úthlutun fer fram 3. febrúar, þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun. Niðurstöður úthlutunar sendar í  sms/tölvupósti til félagsmanna. Greiða þarf í síðasta lagi 6 febrúar. Ef það er ekki gert fer orlofshúsið aftur í umsóknarferli, en þá eiga þeir sem ekki fengu úthlutað í fyrri umferð forgang.

7 . febrúar verður opnað fyrir bókanir á þeim eignum sem eftir standa  fyrir þá sem fengu synjun og gildir þá reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

10. febrúar verður opnað fyrir bókun á allt félagsfólk.. 

Ath. að einungis er hægt að hafa eina bókun yfir páskatímann.



Sumar 2025: Umsóknir og úthlutun

Slembiúthlutun verður ekki í boði þetta árið vegna upptöku á nýju orlofskerfi.

17. febrúar kl. 09.00 opnar fyrir umsóknir vegna sumars 2025. Úthlutað verður samkvæmt punktastöðu, opið til 4. mars. 

Rafræn úthlutun fer fram 5. mars , þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun.  5. - 11. mars þarf að greiða fyrir úthlutað hús eða íbúð. 

13 - 18 mars verður opnað fyrir bókanir á þeim eignum sem eftir standa  fyrir þá sem fengu synjun og gildir þá reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

18. mars verður opnað fyrir bókun á allt félagsfólk. Þá er opnað á þær vikur sumars sem eftir verða, "fyrstur kemur fyrstur fær"

Niðurstöður úthlutunar sendar í  sms/tölvupósti til félagsfólks. Að lokum er opnað fyrir alla með það sem eftir stendur og gildir þá reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

Ath. að einungis er hægt að hafa eina bókun yfir sumartímann.


Bókunartímabil vor og haust fyrir
orlofseignir innanlands

Vor: Tímabil 3. janúar 2025 til 30. maí 2025, að undanskildum páskum.
Opnað fyrir bókanir 1. nóvember 2024 kl. 9.00
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær".

Haust: Tímabil 22. ágúst 2025 til 2. janúar 2026.
Opnað fyrir bókanir 2. júní 2025 kl. 9.00.
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

Tveir punktar teknir af hverri bókun á vetrartímabili

Bókunartímabil fyrir Reykjavík 
Vor: Tímabil 2. janúar 2025 til 22. ágúst 2025
Opnað fyrir bókanir 1. nóvember 2024 kl. 9.00
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

Haust: Tímabil 22. ágúst 2025 til 2. janúar 2026
Opnað fyrir bókanir 2. júní 2025 kl. 9.00
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

Tveir punktar teknir af hverri bókun á vetrartímabili

Íbúðir erlendis
Spánn
Vetrartímabil 11. október 2025 til (páska) 1. apríl 2026.
Opnað fyrir bókanir 1. febrúar 2025
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

Sumartímabil 2026 er frá (páskum) 1. apríl 2026 til 10. október 2026.
Opnað fyrir bókanir 1. október 2025 kl. 9.00
Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

Flórída
1. mars 2025 opnar fyrir bókanir frá 1. mars 2026  til 31. ágúst 2026.

1. september 2025 opnar fyrir bókanir frá 1. september 2026 til 28. febrúar 2027.
1. mars 2024 kl 9.00 opnaði fyrir bókanir frá 1. mars 2025  til 31. ágúst 2025. 
2. september 2024 opnaði fyrir bókanir frá 1. september 2025 til 28. febrúar 2026.


Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær" Hægt er að bóka sólarhring í senn, ekki fastar helgar, hámarks leiga er þrjár vikur í senn.


Afpantanir og endurgreiðslur
Flestar breytingar og afbókanir getur leigutaki sjálfur gert inni á orlofsíðunni. Sé þörf á aðstoð er hægt að senda tölvupóst á mottakan@fagfelogin.is með beiðni um breytingu eða afbókun. Leigjandi getur afbókað hús allt að þremur vikum fyrir dvöl gegn fullri endurgreiðslu að frádregnu bókunargjaldi sem er kr. 5000. Endurgreitt er inná það kort sem leigjandi greiddi með. Eigi afbókun sér stað með styttri fyrirvara er leiga endurgreidd gegn því að orlofseign leigist aftur.

Afbókun vegna veðurs eða ófærðar
Forsenda þess að fá endurgreitt vegna veðurs er að Veðurstofan hafi gefið út viðvörun eða vegir lokaðir vegna ófærðar, þá er endurgreitt að fullu.


Afbókun vegna veikinda
Endurgreitt er að fullu að frádregnu upphafsgjaldi. Félaginu er heimilt að fara fram á að leigutaki framvísi læknisvottorði. Endurgreitt er inná það kort sem leigjandi greiddi með.

Leiga er aldrei endurgreidd ef tilkynning berst eftir að leigutími hefst


Almennar leigureglur
Leigjandi skuldbindur sig til að bæta tjón sem kann að verða af hans völdum. Þetta á þó ekki við um minniháttar óhöpp eins og ef leirtau brotnar.
Leigjandi skal ganga vel um eignina, búnað þess og umhverfi. Að lokinni dvöl skal leigjandi sjá um að hver hlutur sé á sínum stað og ræsta húsið vel við brottför og skila því hreinu fyrir næsta leigjanda.

Ef reikningur er ekki greiddur eða um endurtekið brot er að ræða getur það varðað allt að þriggja ára útilokun frá leigu á orlofseignum.
Ef gæludýr eru höfð með þar sem það er ekki leyfilegt er lokað fyrir leigur á viðkomandi í eitt ár og allt að þremur árum við endurtekin brot.

Hvers konar námskeiðshald, kynningar eða annað sem getur talist til atvinnustarfsemi er með öllu óheimilt í orlofshúsum eða íbúðum félagsins.

Þrif eru EKKI innifalin í leigu á sumarhúsum RSÍ, hvorki helgar- eða vikuleigu.?Á það líka við um hlífðardýnur og sængurfatnað í sumarhúsum. Leigjanda ber að hafa viðeigndi rúmfatnað, lök, sængurver og koddaver meðferðis í sumarhúsið. Að öðrum kosti verður rukkað fyrir þríf á sængurfatnaði.

Þrif eru innifalin í leiguverði á orlofsíbúðum í Reykjavík og Akureyri. Þar fylgir einnig lín með og ber leigjanda að nota það.
RSÍ áskilur sér rétt til að innheimta sérstaklega 20.000.- fyrir vanrækslu á þrifum í orlofshúsum og íbúðum.

Félgsmönnum ber að taka tillit til nágranna í orlofseignum RSÍ. Lágmarka hávaða í og við eignirnar, hvort sem er sumarhús/íbúðir eða tjaldsvæði. Gæta að umferð um svæðin og virða eðlilega hvíldartíma.

Höfum hugfast að orlofshúsin eru eign félagsmanna, byggð upp og viðhaldið með ykkar framlagi. Göngum því vel um eignirnar og alla muni sem þeim fylgja. Umgengni lýsir innri manni.