Íbúð með þremur svefnherbergjum. Í tveimur þeirra er hjónarúm (152 cm) í því þriðja er koja (neðri 90x200 cm)(efri 90x200 cm).  Gólfhiti og loftræsting. Svalir til vesturs. Ekki þarf að þrífa við brottför en skila þrifalegu og henda rusli. Skylt er að nota sængulín í öll rúm -  Þrifagjald er 3000 kr fyrir fyrstu nótt og 500 kr fyrir hverja nótt eftir það, ekki þó lengur en í 7 nætur. Óheimilt er að vera með gæludýr í íbúðinni. Vinsamlegast athugið  að eingöngu er heimilt að leggja bílum í bílastæði merkt Kristjánshaga 2. Þráðlaust net er í íbúðinni