Nýtt og glæsilegt orlofshús staðsett að Austurhofi 8b i byggðakjarnanum að Flúðum í Hrunamannahreppi.

Húsið er parhús og 150fm að stærð, rúmgóð stofa búin fallegum húsgögnum, sjónvarpi, hljómflutningstækjum, CD/DVD spilara og útgengi út á verönd. Þrjú svefnherbergi með svefnplássi fyrir 8 manns, stærðir rúma eru: tvö hjónarúm = fjögur svefnlpáss str. 160x200cm hvort, tvær kojur = fjögur svefnpláss str. 90x200cm, ásamt sængum og koddum í 8 rúm, að auki er ferða-barnarúm og barnastóll. Eldhús búið uppþvottavél og stórum ísskáp með frysti ásamt öllum búnaði til matargerðar og borðhalds. Stórt baðherbergi með sturtu og góðri innréttingu. Þvottaherbergi með þvottavél og áhöldum til þrifa. Innangengt er úr þvottaherbergi í bílskúrinn sem nýttur er sem leikherbergi, að hluta til með "bílateppi" á gólfi, litlu barnatjaldi, borði og stólum fyrir börn, auk þess er í bílskúrnum "fullvaxið" borðtennisborð. Stór verönd er við húsið þar sem er heitur pottur, útihúsgöng, gasgrill og leiktæki f.börn. Nettengingin er frá Vpdafone og upplýsingar/leiðbeiningar eru í húsinu.

Húsið er hannað þannig að allar hurðar eru 90cm breiðar og engir þröskuldar nema við útidyr og eldvarnarhurð inní bílskúrinn, aðgengi að húsinu er svo til slétt en möl er í innkeyrslu, timburverönd er á þrjár hliðar hússins. 

Glæsilegt hús á fallegum stað í 90 mín. aksturfjarlægt frá höfuðborgarsvæðinu.

Í þessu húsi má hafa gæludýr en skýrt skal tekið fram að gæludýr eru alfarið á ábyrgð skráðs leigjanda. Skylt er að þrífa upp eftir gæludýrin og sjá til þess að ekki hljótist skemmdir á búnaði hússins eða rask á umhverfi að þeirra völdum. Jafnframt skal gæta þess að þau valdi ekki ónæði á svæðinu. Lausaganga gæludýra er strangleg bönnuð. Sé brotið á ákvæðum þessum getur komið til þess að leigjendur verði að yfirgefa húsið.