Húsið er í byggðinni í Varmahlíð, í Furulundi 8. Húsið er á tveimur hæðum, samtals 120 fm að stærð. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, tvö á neðri hæð og tvö á efri hæð. Á neðri hæðinni er eitt herbergi með tvíbreiðri neðri koju og einbreiðri efri koju, í hinu herberginu er hjónarúm (160 cm). Á efri hæðinni er annað herbergið með tvíbreiðri neðri koju og tveimur einbreiðum svefnstæðum þar fyrir ofan. Í hinu herberginu er tvíbreið neðri koja og einbreið efri koja. Í húsinu eru tvö baðherbergi, eitt á hvorri hæð. bæði með sturtu. Nettenging er frá Símanum, leiðbeiningar eru í húsinu. Stutt er í verslun, veitingahús og sundlaug. Sauðárkrókur er í u.þ.b. 25 km fjarlægð og vegalengdin til Akureyrar er rúmlega 90 km.
Óheimilt er að vera með gæludýr í eða við húsið. Öll notkun dróna er bönnuð á orlofshúsasvæðunum, brot á því geta varðað brottvísun af svæðinu.
Húsið er orlofshús og eingöngu til dvalar og samveru leigjanda og gesta hans.
Hvers konar námskeiðahald, kynningar eða annað sem talist getur til atvinnustarfssemi er með öllu óheimil í húsinu.