Íbúðin er tæplega 85 fermetra, stofa, borðstofa og eldhús. Í eldhúsi er borðbúnaður fyrir 12 manns, uppþvottavél, eldavél og ísskápur. Svefnherbergi með hjónarúmi og annað herbergi með hjónarúmi og koju, svefnpláss fyrir allt að 7 manns. Íbúðinni fylgir barnaferðarúm og barnastóll. Á baði er sturta og þvottavél, einnig fylgir straujárn og strauborð.
Í íbúðinni eru sængur og koddar fyrir 7 manns. Leigjendur verða sjálfir að koma með sængurlín og handklæði. Nettenging frá Vodafone, leiðbeiningar í íbúðinni. Skylt er að nota sængulín í öll rúm - Óheimilt er að vera með gæludýr í íbúðinni.