Í 30 km fjarlægð austan við Höfn í Hornafirði á RSÍ tvö þriggja herbergja hús, staðsett í fallegri fjallshlíð með útsýni til austurs. Eitt herbergi er með hjónarúmi (160 cm), í hinum tveimur eru kojur, sú neðri (120 cm) og efri (80 cm). Á orlofssvæðinu eru 3 önnur hús í eigu verkalýðsfélaga og gufubaðshús sem er til afnota fyrir leigendur allra húsanna, einnig er þar þvottavél til afnota. Á sumrin er skipt á öðru húsinu fyrir hús á Illugastöðum.
Bannað er að vera með gæludýr í eða við húsið. Öll notkun dróna er bönnuð á orlofshúsasvæðunum, brot á því geta varðað brottvísun af svæðinu.