Á Einarsstöðum er stórt orlofssvæði fjölda verkalýðsfélaga. Einarsstaðir eru miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar, þar á Rafiðnaðarsambandið 3 hús. Egilsstaðir er í 12 km fjarlægð frá orlofsbyggðinni og þar er sundlaug, verslanir og veitingastaðir. Í húsinu eru 3 svefnherbergi. Tvö hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi og einbreiðri koju fyrir ofan það, eitt herbergi með einbreiðum kojum. Svefnpláss er fyrir 7. Í alrými er setustofa, borðstofa og eldhúskrókur. Auk þessa er baðherbergi með sturtu. "Heitur pottur" er á veröndinni við húsið. Í útigeymslu eru útihúsgögn og gasgrill. Þvottavél er í umsjónarmannshúsi og opið þar á virkum dögum kl. 8-17.  Ekki er nettenging í húsinu. Komutími í húsið er kl. 16.00 og brottför kl. 12.00 á hádegi. Húsið eru í útleigu allt árið. Óheimilt er að vera með gæludýr í eða við húsið.