RSÍ tekur í sumar í notkun glænýtt orlofshús á Einarsstöðum á héraði. Húsið er nr. 30. Um er að ræða hús sem er 80 fermetrar með þremur svefnherbergjum. Tvö herbergin eru með hjónarúmum (150x200 cm) en eitt með koju þar sem neðri kojan er 140 cm en sú efri 70 cm. Við húsið er steyptur pallur með hita og á honum er pottur. Hægt verður að leigja húsið frá 15. júní.