Á Einarsstöðum er stórt orlofssvæði fjölda verkalýðsfélaga. Einarsstaðir eru miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar, þar á Rafiðnaðarsambandið 3 hús. Húsið var allt endurnýjað vorið 2017. Í húsinu eru 3 svefnherbergi, tvö herbergi með tvíbreiðu rúmi 140x200 cm og eitt herbergi með einbreiðum kojum, 70x190 cm. Svefnpláss er fyrir 6. Í alrými er setustofa, borðstofa og eldhúskrókur. Auk þessa baðherbergi með sturtu. Heitur pottur er á veröndinni við húsið. Í útigeymslu eru útihúsgögn og gasgrill. Þvottavél er í aðstöðuhúsi og opið kl. 9-17 á virkum dögum. Ekki er nettenging í húsinu. Húsið erí útleigu allt árið. Komutími í húsið er kl. 16.00 og brottför kl. 12.00 á hádegi. Óheimilt er að vera með gæludýr í eða við húsið. Öll notkun dróna er bönnuð á orlofshúsasvæðunum, brot á því geta varðað brottvísun af svæðinu.