Nýtt hús RSÍ í Stykkishólmi, tekið í notkun árið 2024.

Húsið er á tveimur hæðum og byggt í gömlum stíl sem tengir skemmtilega við bæjarbraginn í Stykkishólmi sem þekktur er fyrir sín gömlu hús í miðbænum.
Gengið er inn í húsið að aftanverðu frá bílastæði. Gengið er inn í anddyri og þar er þvottahús. Á neðri hæð er bað og eitt svefnherbergi eldhús, borðstofa og stofa í stóru alrými og úr stofu er gengið út á pall. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi og rúmgott alrými og þaðan gengt út á svalir.
Þrjú herbergi eru með hjónarúmum og eitt með kojum. 
Skylt er að nota sængulín í öll rúm - Óheimilt er að vera með gæludýr í húsinu.

Heitur og kaldur pottur eru við húsið.

Stykkishólmur er í 170 km akstursfjarlægð frá Reykjavík og er sívinsæll áfangastaður ferðafólks. Þjónusta er góð í Stykkishólmi, verslanir, veitingastaðir, söfn og sýningar í göngufæri við hinn fagra Breiðafjörð og eyjarnar óteljandi.
Mjög góð sundlaug er í Stykkishólmi sem og golfvöllur og útivistarsvæði í skógræktinni við bæinn. Í sveitarfélaginu Stykkishólmi sem nær upp á Vatnaleið í suðri, inn í miðjan Álftafjörð í norðri og Hraunsfjörð í vestri eru fjölmörg svæði áhugaverð til útivistar og hreyfingar, fjölmörg vötn og veiði leyfð í mörgum þeirra.