Orlofshús Vitastíg 10, Bolungavík

 

Húsið er tvær hæðir. Komið er inn í stigahús, gengið niður nokkrar tröppur og komið inn á svefnherbergisgang.

Herbergi eitt er með koju, dýnubreidd er 90x200, bæði rúmin. Auk þess stakt rúm með dýnustærð 90x200.

Herbergi tvö er með koju, sama stærð og sú fyrri. Herbergi þrjú er með rúm 150x200 auk þess er ferðabarnarúm. Herbergi fjögur er með rúm sem er 150x200 og auk þess ferðabarnarúm. Þvottaherbergi með þvottavél og þurrrkara. Baðherbergi með sturtu og baðkari

Samtals eru svefnpláss fyrir 9 auk tveggja rúma fyrir smábörn. 

Á efri hæð er borðstofa fyrir 10-12, stofa og sjónvarpsstofa. Baðherbergi með sturtu, eldhús með búnaði fyrir 12 manns.

Grill er við húsið. Pallur er við húsið með sólstólum.

Stórt og rúmgott hús


Húsið er í útleigu allt árið. Óheimilt er að vera með gæludýr í eða við húsið. Öll notkun dróna er bönnuð á orlofshúsasvæðunum, brot á því geta varðað brottvísun af svæðinu.