Orlofshúsabyggðin að Illugastöðum í Fnjóskadal er í um 27 km. fjarlægð austan Akureyrar þegar ekið er um Vaðlaheiðargöng. Húsið er um 45 fm að stærð.

 Lyklar eru í lyklaboxum utan á orlofshúsunum, númer á boxi kemur fram á samning. 
Á svæðinu er sundlaug og heitir pottar sem er opið yfir sumartímann.
Minigolf og folfvöllur er á svæðinu og hægt er að leigja kylfur og folfdiska hjá sundlaugarverði, einnig er fótboltavöllur, blakvöllur, ærslabelgur og þrír róluvellir með leiktækjum fyrir börn.
Á svæðinu á fjöldi verkalýðsfélaga orlofshús.
Stutt er í Vaglaskóg sem er vinsælt útivistarsvæði og Lundsvöll sem er golfvöllur rétt innan við Vaglaskóg sem og fjölda annarra vinsælla ferðamannastaða á Norðurlandi.
Leyfilegt er að aka að húsunum við komu og brottför, á öðrum tímum skulu allir bílar ávallt geymdir á bílastæðum. 
Mappa með góðum upplýsingum um Illugastaði (húsið, staðinn og nágrennið) er í húsinu og er leigjandi beðinn um að kynna sér innihald hennar vel.
Hleðslustöð fyrir rafbíla er á svæðinu.

Leigutaki sér sjálfur um þrif á húsi, heitum potti og grilli fyrir brottför, sé þrifum/frágangi ábótavant verður þrifið á kostnað leigutaka.

Hægt er að leigja lín og handklæði á staðnum og þarf þá að panta með a.m.k. sólahrings fyrirvara í síma 4626199 eða á illugastadir@simnet.is þá verður búið að koma því í húsið áður en leigutaki mætir.
Hægt er að fá þveginn þvott, gegn gjaldi, panta þarf í síma 4626199 eða á illugastadir@simnet.is
Einnig er hægt að fá viðbótardýnu hjá umsjónarmanni.
Svarað er í síma 462 6199 mánudaga til föstudaga frá kl. 13-17. 
Komutími í hús er eftir kl. 16:00. Skil á húsi er kl. 12:00 á brottfarardegi.     

Gæludýr eru alfarið bönnuð á Illugastöðum. Öll notkun dróna er bönnuð í kringum orlofshúsin og sundlaugina á staðnum.