Á La Zenía svæðinu suður af Torrevieja stutt frá Villamartin. Um er að ræða svokölluð "fjarkahús" þar sem fjórar íbúðir eru í húsinu. Íbúðirnar eru á tveimur hæðum. Baðherbergi er á sitthvorri hæð. Á neðri hæð er gengið inn í rúmgott alrými, stofa, eldhús og borðstofa. Einnig er eitt svefnherbergi með hjónarúmi (152 cm). Á annarri hæð eru 2 svefnherbergi, annað með hjónarúmi (152 cm) og hitt með koju fyrir tvo og útgengi út á svalir úr báðum herbergjum, þar eru útihúsgögn og gasgrill. Ef gasið klárast þá vinsamlega farið með tóma kútinn út í garðyrkjumarkað sem er aðeins fyrir ofan hringtorgið þar sem komið var upp á Calle Clavo. Markaðurinn er á vinstri hönd 200 metrum þar fyrir ofan. Takið nótu og sendið skrifstofu Rsí með bankaupplýsingum. Einnig er góð matvöruverslun sem heitir Diaprix. Góð sameign með fallegum sameiginlegum sundlaugargarði. Sér bílastæði á lokaðri lóð fylgir. Aksturstími frá Alicante flugvelli er ca 50 mínútur sé farið eftir N332. Íbúðirnar eru í ca 20 mínútna göngufæri (ca 2.5 km) frá La Zenía Boulevard verslunarmiðstöðinni. Einnig er örstutt að ganga í Los Dolces þjónustukjarnann þar sem er gott úrval veitingastða og verslana. Miðborg Torrevieja er í ca 15 mínútnar akstursleið. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas ofl.