Reglur um útleigu orlofseigna

Vetrarútleiga
Flest húsa okkar eru til útleigu að vetri til. Þá er ekki stuðst við punktakerfi heldur ræður hver pantar fyrstur. Vetrarúthlutun skerðir ekki rétt til sumarúthlutunar nema um páska.  Helgar leigjast út frá kl. 16:00 á föstudegi til kl. 12:00 á sunnudegi.  Mánudagar til föstudaga eru leigðir út í dagsleigu og því hægt að lengja helgar í annan hvorn eða báða enda.

Pantað á vefnum
Þegar pantað er á vefnum þarf að velja "Innskráning" úr valmynd.  Næst er skráð inn kennitala og lykilnúmeri (sem gefið er upp á félagsskírteini).  Þá er valið "Laus tímbil" úr valmynd.  Veljið viðeigandi mánuð og tímabil.  Þá þarf að ýta á hnapp neðst á síðunni "Senda" og siðan "Staðfesta".  Næsta skref er að "Samþykkja" skilmála og síðan þarf að haka við "Samþykkt" og velja hnappinn "Greiða."  Þú hefur 10 mínútur til að bóka orlofshús eftir það dettur þú út nema þú sért búinn að velja greiðslu í kortagátt þá gefast aðrar 10 mínútur til að greiða með kreditkorti áður en bókun dettur út.  Kvittun og leigusamningur sendist á uppgefið tölvupóstfang að greiðslu lokinni.  Þeir sem ekki hafa kreditkort þurfa að hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu.


Öryggisnúmerin
Ef slys ber að höndum, hafið þá samband við neyðarlínuna í síma 112 og gefið upp öryggisnúmer hússins sem þið eruð stödd í.

Sumarútleiga (maí-ágúst)
Tilkynnt er á heimasíðu lsos.is hvenær hægt er að sækja um sumarleigu.
 

Úthlutunarreglur
Á sumrin eru húsin og íbúðirnar leigðar félagsmönnum til vikudvalar í senn, en á öðrum tímum eftir samkomulagi.  Ef félagsmaður óskar eftir afbókun þá er 50% endurgreiðsla ef afbókun er gerð innan mánaðar, 100% endurgreiðsla mánuður eða lengur.  Ekki er endurgreitt ef afbókað innan viku fyrirvara.