Upplýsingar eignar  -  Orihuela Costa, Alicante - Spánn
Almennar upplýsingar
Nafn Orihuela Costa, Alicante - Spánn Tegund Íbúð
Svæði Erlendis Öryggis kóði
Heimilisfang íbúð nr. 305 í Block 3B, Vista Azul við Calle Clavo 14, 03189 Orihuela Costa á Spáni á tímabilinu 16.5-31.10 2024.
Lýsing

Íbúðin er með svefnplássi fyrir 6 + ungabarn. Loftkæling/hiti er í báðum svefnherbergjum og stofu. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu nr. 80.


 


Vista Azul XXXI nr. 305 – Suðurverönd með nuddpotti


Íbúðin er á jarðhæð í Vista Azul XXXI kjarnanum neðarlega í Villamartin hverfinu með fallegum sameiginlegum sundlaugargarði, í garðinum er sundlaug, barnalaug, nuddpottur, barnaleiksvæði og líkamsræktartæki.  Íbúðin er mjög vel skipulögð  með þremur svefnherbergjum og er sérstaklega vel búin, frítt WiFi, loftkæling í allri íbúðinni, vönduð eiturefnalaus heilsurúm í öllum herbergjum og allt til alls.  Mjög rúmgóð 101fm verönd er fyrir framan, meðfram og aftan íbúðina sem er alveg lokuð með skjólveggjum, þar er gott útiborð með sex stólum, stólar með hallanlegu baki, sex sólbekkir, heiturpottur með nuddi og frábær aðstaða til að slaka á og njóta, frá veröndinni sést vel út að sundlaug og leiksvæði barna.  Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á laugardagsmarkaðinn, Villamartin Plaza, nokkra flotta golfvelli, La Zenia verslunarmiðstöðina og niður á göngugötuna í Cabo Roig.


Falleg björt stofa sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið.  Í stofunni er góður sófi og snjallsjónvarp svo gestir geta td. skráð sig inná sitt NETFLIX.  Frá stofu er rennihurð út á stóra verönd með borði, stólum, sólbekkjum, nuddpotti og góðri aðstöðu til að njóta blíðunnar.  Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp, uppþvottavél, Dolce Gusto kaffivél, brauðrist, blandara, hraðsuðukatli og helstu áhöldum til matargerðar.


Svefnherbergin eru þrjú


Hjónaherbergi er með hjónarúmi með góðri heilsudýnu, góðum fataskápum með skúffum og innangengt inná sér baðherbergi með sturtu. Einnig er útgengt út á veröndina frá hjónaherberginu.
Annað hjónaherbergi er með hjónarúmi einnig með heilsudýnu og góðum fataskápum með skúffum.
Gestaherbergi er með tveimur einstaklingsrúmum með heilsudýnum og fataskápum með skúffum.
Öll svefnherbergin eru með loftkælingu og nýjum rúmum með vönduðum eiturefna lausum heilsudýnum.  Vandaðar sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og yfir vetrartímann.


Baðherbergin eru tvö


Baðherbergi er innaf hjónaherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.
Hitt baðherbergið er með salerni, vask, góðri sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Þvottavélin er síðan í lokuðum skáp úti á veröndinni.


100fm verönd – Sundlaugargarður með sundlaug, nuddpotti, barnalaug, leikvelli og líkamsræktartækjum


Frá stofu og hjónaherbergi eru rennihurðar sem opna út á stóra 101fm flísalagða verönd sem snýr í suður og er alveg lokuð af með skjólveggjum, þar eru borð, stólar, gasgrill, heiturpottur með nuddi og sólbekkir.  Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta blíðunnar.
Í sameign er æðislegur sundlaugargarður með sundlaug, nuddpotti, barnalaug, leikvelli fyrir börn og líkamsræktartækjum, garðurinn er í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að.  Þarna er frábær aðstaða til að sóla sig og slaka á og njóta veðurblíðunnar á Spáni.  Garðurinn er einstaklega fallegur og mjög fjölskylduvænn.