Umgengni
Umgengni lýsir innra manni og eru allir hvattir til að umgangast orlofshúsin með sóma. Ef eitthvað er athugavert við umgengni eða þrifnað húsanna við komu þá látið vita á skrifstofu félagsins eða hér á vefnum undir "Síðan mín" og "Umsagnir um leigueignir". Athugið að slæm umgengni getur haft áhrif á úthlutanir síðar.

Við brottför
- Þrífa húsið, grillið og heita pottinn ef þess þarf
- Bæta við vatni í heitapottinn ef þess þarf (Geysir)
- Athugið hvort allir gluggar séu lokaðir og kræktir
- Hurðir vel lokaðar og læstar
- Lykillinn kominn í lyklaskáp
- Ekki taka hita af húsinu við brottför

Tæki og tól
Í öllum húsunum eru eldhúsáhöld, sængur og koddar. Einnig eru barnarúm og barnastólar í öllum húsunum.
Nánari upplýsingar um fylgihluti hvers húss og skiptitíma er að finna í leigusamningi sem leigutaki fær við greiðslu.

Nauðsynlegt að taka með

- borðklútar
- diskaþurrkur
- uppþvottalögur (uppþvottavélar eru í húsunum við Geysi og að Felli).
- salernispappir