Vetrarútleiga
Flest húsa okkar eru til útleigu að vetri til. Þá er ekki stuðst við punktakerfi heldur ræður hver pantar fyrstur. Vetrarúthlutun skerðir ekki rétt til sumarúthlutunar nema um páska.
Pantað á vefnum
Þegar pantað er á vefnum þarf að velja "Innskráning" úr valmynd. Notast er við rafræn skilríki eða íslykil til að komast inn á síðuna.
Þá er valið "Laus tímbil" úr valmynd. Veljið viðeigandi mánuð og tímabil. Þá þarf að ýta á hnapp neðst á síðunni "Senda" og siðan "Staðfesta". Næsta skref er að "Samþykkja" skilmála og síðan þarf að haka við "Samþykkt" og velja hnappinn "Greiða." Þú hefur 10 mínútur til að bóka orlofshús eftir það dettur þú út nema þú sért búinn að velja greiðslu í kortagátt þá gefast aðrar 10 mínútur til að greiða með kreditkorti áður en bókun dettur út. Kvittun og leigusamningur sendist á uppgefið tölvupóstfang að greiðslu lokinni. Þeir sem ekki hafa kreditkort þurfa að hafa samband við skrifstofu LL í síma 525-8360 til að ganga frá umsóknum og pöntunum.
Öryggisnúmerin
Sumarútleiga (júní-ágúst)
Sumartímabilinu er úthlutað og er gefinn kostur á að merkja við allt að sex timabil, það fer síðan eftir punktafjölda hver fær úthlutað hvaða tímabili. Því fleiri valkosti sem merkt er við, þeim mun meiri líkur eru á úthlutun. Úthlutunarreglur er að finna hér að neðan.
Úthlutunarreglur
Á sumrin eru húsin og íbúðirnar leigðar félagsmönnum til vikudvalar í senn, en á öðrum tímum eftir samkomulagi. Úthlutun fer fram eftir punkta-kerfi og eru reglur um ávinnslu og frádrátt punkta eftirfarandi: