Á Flúðum eru 3 svefnherbergi. 2 með tvíbreiðum rúmum og það þriðja með koju og er neðri kojan 140 sm á breidd. 

Rétt áður en komið er að Flúðum er tekinn afleggjari til hægri sem er merkur "Hruni". Þar er tekinn annar afleggjari til hægri merktur "Laufskálabyggð" Þaðan er ekið í 1,5 - 2 km þar til komið er að hliði sem er opið en eftir að ekið er í gegnum það er beygt til hægri og ekið fram hjá nokkrum bústöðum. Hús LL er klætt dökkgráu bárujárni og þar er lýsing í planinu, á ekki að fara neitt milli mála, húsið er það reisulegra en húsin sem farið var framhjá.

Það er enginn umsjónarmaður sem fer í bústaðinn eftir hverja helgi svo við verðum að treysta á að okkar félagsmenn skilji við eins og þeir vilja sjálfir koma að bústaðnum. 

Gas: Ef gasið klárast þá vinsamlega farið með kútinn í búðina á Flúðum og fáið áfyllingu, skrifast hjá LL 540574-0149.  Aukakúturinn á alltaf að vera fullur. Í skúrnum eru auka álbakkar til að hafa undir grillinu, þeim þarf að skipta út eftir þörfum, þar er líka plastskafa sem er hentug til að skafa hliðar grillsins að innan.

Potturinn:  Potturinn er einfaldur í umgengni, hægt er að hleypa af honum vatninu og fylla á hann aftur frá geymslunni.Þegar vatn er losað úr pottinum þá er botnlokinn upp á hliðinni, ekki á botninum, þannig að alltaf verður eitthvað vatn eftir í botninum, í þvottahúsinu er dæla sem hægt er að nota til að tæma rest. Hitastigið á vatninu er stillt og er fólk beðið um að vera ekki að reyna að eiga við stýribúnaðinn. Tæma skal pottinn við brottför og skilja hann eftir hreinan og tóman.  Sýnið ýtrustu aðgát og leyfið ósyndum börnum aldrei að vera eftirlitslausum við opinn pottinn.

Rusl: Athugið að taka með ykkur allt rusl, það er engin sorphirða á svæðinu. Það eru gámar við búðina og niður við Stóru-Laxá.

Þvottur: Þar sem enginn er umsjónarmaðurinn þá mælumst við til um að dvalargestir skelli í eina suðuvél af tuskum og moppum ef á þarf að halda. Ef „slys“ verða og yfirdýnur þarfnast þvotta vinsamlega setjið þær á 60 gráður og skrifið gjarna miða til næsta gestar um af hvaða rúmi yfirdýnan er ef hún er blaut á þvottagrindinni við brottför.

Hreinlætisvörur: Ef hreinlætisvörur vantar eða þið hafið einhverjar athugasemdir vinsamlega hafið samband við skrifstofu í síma 525-8360 eða 866-5145. Eða á netfangið gulla@logreglumenn.is   

Gæludýr: Eru leyfð með ströngum skilyrðum um umgengni, þrífa þarf vandlega eftir dvöl og ekki leyfa þeim að vera upp í rúmum og sófum. Næsti gestur gæti haft ofnæmi/óþol fyrir dýrahárum. 

Athugið að það er bannað að framleigja orlofseignir til annarra og skal skráður leigjandi ávallt vera sá sem nýtir dvölina.