Hamratún 32 er ný íbúð í eigu LL.  Íbúðin er á efri hæð í keðjuhúsalengju.  Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, góð stofa, stórt eldhús, baðherbergi með baðkari og sturtu, þvottahús með þvottavél og þurrkara og ágætis geymsla. Einnig er sameiginleg geymsla á neðri hæð ef geyma þarf fyrirferðarmikinn búnað. Í tveimur svefnherbergjum eru tvíbreið rúm en í því þriðja er koja fyrir 3 (2+1) og einbreitt rúm. Tveir beddar eru í geymslunni.  Verslunin Bónus er í nágrenninu og strætó stoppar stutt frá. Mjög stutt er á golfvöllinn. ATH hundar eru leyfðir með mjög ströngum skilyrðum, gæta þarf vel að þrifum og ekki leyfa þeim að fara upp í rúm eða sófa. Eins verður að taka tillit til nágranna á neðri hæð.