Munaðarnes í Borgarfirði er óþarft að kynna því margir hafa dvalist þar í gegnum árin. Húsið nr. 69 var endurbyggt 2019. Þar eru þrjú svefnherbergi, tvö með tvíbreiðum rúmum og eitt herbergi með tveimur einstaklingsrúmum. Húsið er rúmir 80 fm. og vel búið í alla staði. Þvottavél og þurrkari eru í húsinu. Veröndin við húsin er stór og á henni heitur pottur. Búið er að leggja mikla vinnu í að merkja og laga gönguleiðir um svæðið. Í Borgarfirði eru ótal útivistarmöguleikar. Sundlaugin að Varmalandi, Grábrók og eins hefur Skógrækt ríkisins opnað reit sinn við Hreðavatn til útivistar og gert gönguleiðir um svæðið, sem er sérstaklega skemmtilegt. Mjög stutt er að golfvellinum við Glanna og fylgir golfkort húsinu. Sýna þarf leigusamning til að fá að spila frítt á vellinum. Vinsamlega athugið að hundar eru ekki leyfðir á svæðinu.
Athugið að það er bannað að framleigja orlofseignir til annarra og skal skráður leigjandi ávallt vera sá sem nýtir dvölina.