Sumarhúsabyggð BSRB að Eiðum stendur við Eiðavatn og þar á LL eitt hús með þremur svefnherbergjum (6 svefnstæði og 2 aukadýnur), stofu og eldhúsi.Húsinu fylgir árabátur. Lyklabox er utan á húsinu. Taka þarf með sængurfatnað, handklæði, tuskur og viskastykki, ruslapoka og salernispappír.

 Egilsstaðir er næsti þéttbýliskjarni, en þangað er um 12 km. Þar er sundlaug, verslanir, banki o.fl.

Náttúrufegurð Fljótsdalshéraðs lengi verið rómuð fyrir utan hvað kjörið er að gefa sér tíma til að skoða Austurlandið.

Lífeyrisþegar hafa forgang leigu fyrstu fjórar vikur sumars

Athugið að það er bannað að framleigja orlofseignir til annarra og skal skráður leigjandi ávallt vera sá sem nýtir dvölina.