Íbúðin okkar í Hátúni 4, 3. hæð, í Reykjavík hefur sannað ágæti sitt. Um er að ræða 3ja herbergja íbúð á frábærum stað. Í hjónaherbergi er 180cm rúm, barnaherbergi er með 2 rúmum, 140 cm og 90 cm. Auk þess eru tvær lausar dýnur og ferðabarnarúm. Sex sængur og koddar eru í íbúðinni og er hægt er að leigja sængurfatnað (lín)  1.500 kr. fyrir manninn. Lyklar eru afhentir í samráði við skrifstofuna. Ekki er umsjónarmaður sem fer í íbúðina eftir hverja dvöl og því er ætlast til af okkar félagsmönnum  að þeir gangi vel um og skili snyrtilega af sér til næsta manns. 

Í íbúðinni er frítt net, aðgangsorð á Vodafone rouder við sjónvarp.

Athugið að það er bannað að framleigja orlofseignir til annarra og skal skráður leigjandi ávallt vera sá sem nýtir dvölina.